Reiknilíkan og forsendur útreikninganna

Reiknilíkanið sem hér er notað til að reikna CO2 ígildi endurskinsbreytinga er byggt á reiknilíkani sem notað er í Noregi til að meta loftslagsáhrif skógræktar. Norska líkaninu er vel lýst hér:

Ryan M. Bright et al. 2016: Carbon-equivalent metrics for albedo changes in land management contexts: relevance of the time dimension

Gögn um snjóþekju og sólgeislun voru fengin frá Veðurstofu Íslands.

Útreikningar á CO2 ígildum endurskinsbreytinga eru gerðir í tveimur þrepum: Fyrst er reiknað hve stórum breytingum á geislunarþvingun (Radiative forcing) þær valda (Formúla 6 í ofannefndri grein). Síðan er reiknað út hve stór CO2 losun jafngildi sömu breytingum á geislunarþvingun (Formúla 13 í ofannefndri grein)

Formúla 6

Equation 6
  • RFΔα(t): The annual mean radiative forcing at (annual) time step t (in W/m2)
  • R↓SWΔα(t,m): Monthly mean solar radiation incident on a topographically corrected tilted surface in monthly time step m (in W/m2). For this scenario calculated for horizontal surface using monthly average data for Reykjavík: [5, 24, 68, 125, 182, 197, 182, 141, 79, 36, 9, 2]
  • T↑SW(m): Factor that relates the albedo change at the surface to that at the TOA in month m: 0.854
  • AreaEarth: Size of the Earth in m2 (5.1e14)

Formúla 13

Equation 13
  • TDEEΔα: Time-Dependent Emissions Equivalent (TDEE) from albedo changes
  • kCO2-1: The radiative efficiency of CO2 in the atmosphere at a given background concentrationin units W·m-2·kg-1. In this model, 1.76 × 10-15 W·m-2·kg-1 is used.
  • YCO2-1: The inverse of the lower triangular matrix used to solve the system of linear equations, yco2 increasing in time across row elements and decreasing in time across column elements;
  • RFΔα: Vector of radiative forcing (rf) values

Forsendur

Við útreikninga á þessum vef er gert ráð að munur á albedo skógarins og gróðurlendisins sem tekið var til skógræktar sé 0.06. Þetta er áætlað mat á muninum á furu og greniskógum annars vegar og mólendi hinsvegar. Við nýskógrækt á graslendi má gera ráð fyrir meiri mun og þar með meiri hlýnunaráhrifum. Þegar land er snævi þakið er gert ráð fyrir að munurinn á albedo skógarins og á skóglausu landi sé 0.55, sem er varlega áætlað. Tímabil útreikninganna er 100 ár en gert er ráð fyrir að trén hafi engin áhrif á endurskin fyrstu 25 árin.

Kóði

Reiknilíkanið er NextJS forrit og kóðann má nálgast hér.